Tuttugu og sex starfsmönnum til viðbótar hefur verið sagt upp hjá Bláa lóninu. Í júní var tæplega 400 manns sagt upp vegna kórónuveirufaraldursins.

Mbl.is hefur þetta eftir Grími Sæmundsen, forstjóra fyrirtækisins.

Bláa lónið hefur verið lokað frá því 8. október síðastliðinn og verður áfram lokað út nóvember. Grímur segir að stefnt sé á að hafa opið um helgar í desember ef aðstæður leyfi. og stefnir aðeins á að hafa opið um helgar í desember.

Lok­un­in tek­ur til allr­ar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Svartsengi.  Þá hef­ur versl­un­inni í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar einnig verið lokað.  Versl­un okk­ar að Lauga­vegi 15 verður þó áfram opin,“ segir Grímur í samtali við mbl.is.

Hann segir jafnframt að fyrirtækið neyðist nú til að grípa til frekari uppsagna vegna faraldursins. Sem fyrr segir var 403 starfsmönnum sagt upp í sumar til þess að bregðast við miklum samdrætti og óvissu í ferðaþjónustu.

Um 100 starfsmenn eru nú eftir hjá fyrirtækinu. Grímur segir það einlæga von sína að hægt verði að endurráða þá starfsmenn áður en uppsagnarfrestur þeirra renni út.