Vinnumarkaður

Tólf prósent með yfir milljón á mánuði

Heildarlaun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 730 þúsund krónur á mánuði árið 2017 hjá fullvinnandi starfsmönnum.

FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

Árið 2017 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði, að því er kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Miðgildi heildarlauna var 618 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. 

Heildarlaun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 730 þúsund krónur á mánuði árið 2017 hjá fullvinnandi starfsmönnum. Heildarlaun ríkisstarfsmanna voru 774 þúsund krónur en 569 þúsund krónur hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Dreifing heildarlauna var ólík eftir launþegahópum, þannig voru 65 prósent starfsmanna sveitarfélaga með heildarlaun undir 600 þúsundum króna á mánuði en það sama átti við um rúmlega 30 prósent ríkisstarfsmanna og um 45 prósent starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Tæplega helmingur launamanna var með heildarlaun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur. Þá voru tæplega 10 prósent launamanna með heildarlaun undir 400 þúsundum króna og um 12 prósent launamanna voru með heildarlaun yfir milljón krónur á mánuði.

Nánari sundurliðun má finna í frétt vef Hagstofunnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Vinnumarkaður

Atvinnuleysi mælist 1,5 prósent

Vinnumarkaður

Spennan á vinnumarkaði fer minnkandi

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Auglýsing

Nýjast

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Auglýsing