Sýn hf. hefur gert samning um kaup á öllu hluta­fé Eignar­halds­fé­lagsins Njálu ehf., móður­fé­lags Já hf. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Sam­kvæmt kaup­samningi mun Já jafn­framt selja rekstur Gallup á Ís­landi til þriðja aðila fyrir af­hendingu hins selda. Við­skiptin eru jafn­framt gerð með fyrir­vara um sam­þykki Sam­keppnis­eftir­litsins.

„Með kaupum okkar á Já hefst veg­ferð þar sem við viljum byggja ofan á þá styrk­leika sem Já er þekkt fyrir,“ segir Yngvi Hall­dórs­son, for­stjóri Sýnar. „Já er rót­gróið vöru­merki og ja.is er einn af tíu mest heim­sóttu vefjum Ís­lands.“

„Þangað leita ein­staklingar til að finna upp­lýsingar um fólk, fyrir­tæki og vörur. Miklir mögu­leikar eru í auknu þjónustu­fram­boði byggt á öflugum kerfum fé­lagsins og sterkum mann­auð sem við erum mjög spennt að fá til liðs við okkur.“

Vil­borg Helga Harðar­dóttir, for­stjóri Já, kveðst spennt yfir því að ganga til liðs við Sýn. „Við erum spennt fyrir því að ganga til liðs við Sýn og sjáum þar mikil tæki­færi fyrir Já, sem part af þeirri flóru sem þar er fyrir. Á sama tíma fylgir því tregi að segja skilið við góða fé­laga hjá Gallup og óskum við þeim alls hins besta á sinni veg­ferð.“