App­le svipti nú fyrir skemmstu hulunni af iP­hone 13, nýjustu út­gáfu af snjall­síma fyrir­tækisins. Þetta var gert á blaða­manna­fundi í beinni út­sendingu frá höfuð­stöðvum tækni­risans í Kali­forníu.

iP­hone 13 mun koma í tveimur út­gáfum, venju­legum og svo verður einnig gefinn út iP­hone 13 mini, sem eins og nafnið gefur til kynna er minni. Mynda­vélin hefur verið bætt og er öflugari ör­gjörvi í símanum. Þá verður batteríending iP­hone 13 mun betri og endast tveimur og hálfum klukku­tíma lengur.

Nýjungarnar í síma 13 teknar saman á einni mynd í boði Apple.
Mynd/Apple

Er þess getið á tækni­frétta­síðunni Ver­ge að breytingarnar á milli iP­hone 12 og 13 séu minni en á milli 12 og 11, iP­hone 13 sé líkari S út­gáfum af símanum, þar sem gerðar hafi verið minni­háttar breytingar. Síminn fer í sölu í Bandaríkjunum þann 24. september næstkomandi og þann 30. september í Evrópu.

Síminn mun koma til með að kosta 829 Banda­ríkja­dollara, eða því sem nemur rúmum 106 þúsund ís­lenskum krónum. Minni út­gáfan verður á 729 Banda­ríkja­dollara eða tæpar 93 þúsund krónur.

Horfa má á 15 mínútna kynningu Apple á símanum hér að neðan: