Verslunin Svens sem selur sænskt snus, eða nikótínpúða, hefur nú opnað fjórðu verslun sína á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári.

Fyrsta verslunin opnaði á Dalvegi í Kópavogi í apríl, í sumar opnaði verslun í Borgartúni og í byrjun september opnaði þriðja verslunin í Árbænum. Nú hefur Svens einnig opnað útibú á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur.

Verslunin bíður upp á allar tegundir nikótínpúða án tóbaks sem framleiddar eru í Svíþjóð.

Nikotínpúðarnir hafa notið gríðarlega vinsælda á meðal landsmanna á þessu ári, en samkvæmt könnun Gallup fyrir Embætti landlæknis, sem gerð var í júní síðastliðnum, nota 19,7 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 34 ára nikótínpúða undir vör daglega.

Embætti landlæknis hefur varað við púðunum, engin lög eða reglugerðir séu til og lítið sé vitað um afleiðingar púðanna. Sala ÁTVR á neftóbaki hefur minnkað mikið á árinu, til að mynda um 37 prósent í janúar, að öllum líkindum vegna innreiðar nikótínpúðanna.