Flug­fé­lagið WOW air verður tekið til gjald­þrota­skipta í Héraðs­dómi Reykja­víkur á eftir. Þá verða jafn­framt skipaðir skipta­stjórar yfir búinu, tveir í þessu til­felli vegna stærðar fé­lagsins.

Það mun verða verk­efni hæsta­réttar­lög­mannanna Sveins Andra Sveins­sonar og Þor­steins Einars­sonar að skipta búinu sam­kvæmt öruggum heimildum Frétta­blaðsins.

Líkt og greint hefur verið frá hætti WOW air starf­semi í morgun og skilaði inn flug­rekstrar­leyfinu. Nokkrum klukku­stundum áður höfðu sex vélar fé­lagsins verið kyrr­settar að beiðni leigu­salans ALC sem WOW hefur leigt af.

Skúli Mogen­sen, for­stjóri fé­lagsins, segir að ekki hafi munað miklu um að fé­laginu tækist að tryggja fé, með hluta­fjár­aukningu, til að halda rekstri á­fram. Það hafi þó þurft að­eins lengri tíma og segist hann seint geta fyrir­gefið sjálfum sér að hafa ekki gripið fyrr í taumana með við­eig­andi ráð­stöfunum.