Svein­björn Indriða­son hefur verið ráðinn í starf for­stjóra Isavia af stjórn fé­lagsins og tekur hann strax við störfum, sem hann hefur gegnt undan­farna mánuði á­samt Elínu Árna­dóttur að­stoðra­for­stjóra. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Isavia.

„Svein­björn hefur á síðustu mánuðum sýnt mikla leið­toga­hæfi­leika sem starfandi for­stjóri Isavia. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á fyrir­tækinu – og hefur um leið slegið nýjan tón. Það eru fjöl­margar á­skoranir fram­undan og mikil­vægt að stýrt sé af festu og á­byrgð. Við treystum Svein­birni afar vel til þeirra verka. Um leið viljum við þakka þeim fjöl­mörgu hæfu um­sækj­endum sem sóttu um starfið og þann á­huga sem þeir sýndu,“ segir Orri Hauks­son, stjórnar­for­maður Isavia.

Þá þakkar Svein­björn fyrir traustið. „Ég þakka það traust sem mér er sýnt með ráðningunni,“ segir Svein­björn. „Starfið er mjög spennandi og fram­undan marg­vís­leg verk­efni. Hjá Isavia starfar margt hæfi­leika­ríkt og gott starfs­fólk sem ég hlakka til að vinna með á­fram. Isavia er mikil­vægt fyrir­tæki fyrir ís­lenskt sam­fé­lag og brýnt að reksturinn sé stöðugur til fram­tíðar.“