Svavar H. Viðarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri hjá Origo. Hann mun leiða teymi sem mun sinna verkefnum á borð við sjálfvirknivæðingu, gervigreind og bestun ferla. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Svavar hefur undanfarið ár starfað sem framkvæmdastjóri stafrænna viðskipta hjá Cohn & Wolfe á Íslandi en var þar áður yfir stjórnendaráðgjöf Advania. Hann hefur þó helst starfað við verkefnastjórn og stjórnendaráðgjöf í stafrænni umbreytingu í Skandinavíu fyrir stofnanir og fyrirtæki eins og LEGO, JYSK, Coca-Cola, Santander Bank, Eika Forsikring, norska herinn og norska heilbrigðisráðuneytið.

Svavar er með BSc í verkferlahagfræði og virðiskeðjustjórnun, MSc í verkefnastjórnun og MBA gráðu. Þá hefur hann einnig lokið Dimploma í Digital Transformation frá Boston University og Diploma í Innovation Management frá MIT.

Frítíminn fer helst í tónlistina þar sem hann spilar á bassa í hljómsveitinni Nostal.