Svan­borg Sig­mars­dóttir hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Við­reisnar og hefur þegar tekið við starfinu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flokknum.

Svan­borg, sem er stjórn­mála­fræðingur að mennt, hefur frá árinu 2019 starfað sem fram­kvæmda­stjóri borgar­stjórnar­flokks Við­reisnar og verk­efna­stjóri sveitar­stjórnar­mála. Þar áður starfaði hún hjá Ríkis­endur­skoðun, Um­boðs­manni skuldara, Varnar­mála­stofnun og sem blaða­maður á Frétta­blaðinu.

Svan­borg tekur fram­kvæmdar­stjóra­stöðunni af Jenný Guð­rúnu Jóns­dóttur.