Svana Kristín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr sölu og -markaðsstjóri Clarito. Svana er með diplomagráðu í rekstri- og viðskiptum og hefur unnið við sölu- og markaðsstörf í fjölda ára, lengst af hjá Icelandair. Nú kemur sú menntun og reynsla sem hún hefur aflað sér að góðum notum fyrir viðskiptavini Clarito, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Clarito er upplýsingatæknifyrirtæki sem var stofnað í árslok 2016. Áherslur fyrirtækisins eru að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná framúrskarandi árangri með stafrænum lausnum. Microsoft á Íslandi hefur tilnefnt Clarito þrisvar sinnum til verðlauna á síðustu tveimur árum fyrir eflingu starfsmanna, umbreytingu vöruframboðs og fyrir þátttöku viðskiptavina.

„Ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni,“ segir Svana í samtali við Fréttablaðið. Þetta er í fyrsta skipti sem hún starfar í upplýsingatæknibransanum. „Það verður bara gaman að henda sér í djúpu laugina þar,“ segir Svana hress í bragði.