Súkku­laði­grísir landsins, sem margir hverjir hafa ef­laust beðið í of­væni eftir að koma höndum yfir Lions súkku­laði­daga­talið vin­sæla með tannkremstúbunni, grípa því miður í tómt þetta árið þar sem daga­talið verður ekki til sölu.

Í til­kynningu frá Lions­klúbbnum Frey kemur fram að á­stæðan sé hrá­efnis­skortur hjá fram­leiðanda.

„Verk­smiðjan, sem hefur fram­leitt jóla­daga­tölin okkar í ára­tugi, til­kynnti ný­lega að sökum hrá­efnis­skorts gætu þau ekki af­greitt pöntun okkar frá í sumar fyrr en allt of seint fyrir okkur,“ segir í til­kynningunni.

Fyrir rúmum fimm­tíu árum hóf Lionskúbburinn Freyr inn­flutning á súkkulaðijóla­daga­tölum, sem hafa notið gríðar­legra vin­sælda síðustu ára­tugina. Ó­hætt er að segja að um tíma hafi dagatölin verið ómissandi þáttur á hverju heimili í að­draganda jóla.

Sala á súkku­laði­daga­tölunum hafa verið fjár­öflunar­leið margra Lions­klúbba víða um land síðustu áratugina. Í til­kynningunni segir að á­góðinn renni allur til líknar­mála, en ýmsar deildir Land­spítalans hafa notið góðs af sölu daga­talanna, sem og þjónustu­í­búðir DAS, Gigtar­fé­lagið, Björgunar­sveitir svo fátt eitt sé nefnt.

Þá kemur fram að stefnt sé að því að Lions klúbbarnir geti hafið sölu á daga­tölunum fyrir næstu jól.