Birgitta Líf Björns­dóttir vinnur nú hörðum höndum að ýmsum endur­bótum á B5 sem hún festi ný­verið kaup á.

Birgitta Líf vill ekki gefa upp hve­nær nákvæmlega staðurinn verður opnaður, en vonar að það verði fyrir byrjun júlímánaðar. Á Insta­gram kemur fram að staðurinn eigi að opna aftur í sumar. Hún er komin með leyfi frá sýslu­manni, en er enn að vinna að endur­bótum.

„Það eru ýmsar endur­bætur í gangi. Staðurinn verður flottari en nokkur hefur séð hann þegar við opnum með nýjum á­herslum,“ segir Birgitta Líf í sam­tali við Frétta­blaðið.

Á Insta­gram er hægt að fylgjast með breytingunum. Þar má sjá að tals­verðar breytingar er verið að gera á VIP-her­berginu á neðri hæðinni auk þess sem verið er að mála önnur her­bergi í dekkri lit.
Hægt er að sjá mynd­skeið hér að neðan sem er tekið úr „story“ hjá Birgittu Líf.

Svo er hægt að fylgjast með breytingunum á bæði Insta­gram hjá henni og á Insta­gram B5.