Stýrivextir Seðlabankans eru nú 5,75 prósent og hafa hækkað um 5 prósentustig frá því í maí í fyrra. Íslenski seðlabankinn hefur hækkað vexti mest allra vestrænna seðlabanka á undanförnum misserum.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu kynna ákvörðun peningastefnunefndar og forsendur hennar á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt er að nálgast streymi frá fundinum hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.