Þetta kom fram í morgun í kynningu á skýrslu sem KPMG hefur unnið um fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar. Ferðamálastofa stóð að baki skýrslugerðinni en Skarphéðinn Berg steinarsson, ferðamálastjóri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, og Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, kynntu skýrsluna í morgun.

Tekjur ferðaþjónustunnar lækkuðu um næstum 200 milljarða árið 2020.

Ferðaþjónustan árið 2020

Ferðamönnum fækkaði um 75 prósent árið 2020 með þeim afleiðingum að tekjur lækkuðu um 200 milljarða á milli ára og þriggja ára eiginfjármyndun þurrkaðist út, þrátt fyrir umtalsverðar stuðningsaðgerðir stjórnvalda.

Stöðugildum í greininni fækkaði um 40 prósent á árinu.

Stuðningsaðgerðir stjórnvalda koma ýmist fram sem viðbótartekjur (svo sem tekjufallstyrkir) eða hraðari lækkun kostnaðar (til dæmis hlutabótaleið, laun á uppsagnarfresti og niðurfelling gistináttaskatts).

Heildaráhrif stuðningsaðgerða utan skattfrestana og lánveitinga eru metin um 25 milljarðar. árið 2020, þar af 9,5 milljarðar vegna hlutabótaleiðar.

Líklegt að aðgerðirnar hafi komið í veg fyrir fjölda gjaldþrota í greininni.

Rekstrarfkoma (EBIT) greinarinnar versnaði um 46 milljarða. á milli ára og var neikvæð um 26,5 milljarða árið 2020.

Vaxtaberandi skuldir jukust um 23 milljarða. á árinu og stóðu í 209 milljörðum. í árslok skv. ársreikningum félaganna árið 2020, en þá eru 30 milljarða skuldir við tengd félög taldar með.

Skuldamargfeldi (skuldir á móti EBIT) hækkaði mikið á milli ára. Réttara er að bera skuldsetningu saman við rekstur ársins 2019 frekar en 2020 þar sem það er ekki lýsandi fyrir getu félaganna til að standa undir skuldsetningu.

Þá hafa safnast upp umtalsverðar skammtímaskuldir, allt að 25 milljarða umfram það sem eðlilegt er. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða eiginfjár innspýtingu.

Fjárhagsstaða félaganna og áskoranir eru sem fyrr misjafnar eftir greinum og landshlutum.

Í hverri grein eru fjárhagslega sterk félög sem hafa mikið vægi í útreikningunum. Sé horft fram hjá þremur sterkustu félögum í hverri grein má sjá að eiginfjárstaða félaga í greininni lækkar úr 19 prósentum í 8 prósent í árslok 2020.

Meirihluti félaga var með jákvætt eigið fé og þriðjungur þeirra skilaði jákvæðri rekstrarafkomu (EBIT) á árinu.

Við árslok 2020 bjuggu um 25 prósent félaga við góða eða viðunandi fjárhagsstöðu en rúmlega þriðjungur er of skuldsettur eða með ósjálfbæran rekstur.

Rekstur ársins 2021 hefur ekki bætt stöðu þessara félaga sem skulduðu samtals 104 milljarða. Í þessu samhengi má benda á að bankarnir hafa varúðarfært útlán til ferðaþjónustufyrirtækja upp á 17 milljarða í lok þriðja ársfjórðungs 2021.

Erlendum farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fór aftur fjölgandi þegar leið á sumarið 2021.

Landið tók að rísa í ágúst 2021

Tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim 2021.

Ferðamenn dvelja lengur og eyða meiru og þar hjálpar meðal annars veik króna. Þá er neyslumynstrið að breytast og er kortavelta hlutfallslega hærri hjá bílaleigum og veitingaþjónustu á móti lækkun hjá verslun og farþegaflutningum.

Félög hafa niður kostnað og lagað að lágmarksstarfsemi, samið við leigusala um frystingu eða lækkun leigugreiðslna.

Flest félög glíma við verulegt tekjufall, háan launakostnað og neikvæða afkomu. Bílaleigur eru undantekning þar á.

Samið hefur verið um greiðsluhlé lána við lánveitendur sem flest hafa verið framlengd miðað við upphaflega ráðstöfun.

Stuðningsúrræði stjórnvalda árið 2021 eru metin um 11 milljarða.

Fjöldi starfandi aukist um tæplega 10 þúsund eða 70 prósent frá áramótum 2020 til loka þriðja ársfjórðungs 2021 en almennt reyndist erfitt að ráða starfsfólk yfir sumartímann.

Yfirlit yfir beina styrki til frðaþjónustunnar vegna Covid-19.

Hver er vandinn?

Tekjur ferðaþjónustunnar voru um 240 milljarðar árið 2021 og tap greinarinnar um 24 milljarða. Eigið fé lækkar úr 19 prósentum í 12 prósent í árslok 2021.

Án úrræða stjórnvalda hefði eigið fé getað lækkað um allt að 95 milljarða.

Umfram skuldsetning í formi vaxtaberandi skulda er áætluð um 55 milljarðar og líklegt að endurfjármagna þurfi allt að 25 milljarða af skammtímaskuldum.

Félögin hafa fjárfest lítið síðustu tvö ár og má áætla að uppsöfnuð fjárfestingaþörf sé 20-25 milljarðar.

Fram að þessu hafafá félög helst úr lestinni en einungis 24 félög sóttu um greiðsluskjól árið 2020 og 45 um gjaldþrotaskipti.

Mörg félög munu ekki geta haldið áfram rekstri nema til komi aukið hlutafé eða niðurfelling skulda á meðan önnur félög eru líkleg til að ráða við stöðuna.

Í greininni eru sterk félög sem geta leitt viðspyrnuna.

Skilyrði fyrir góðri viðspyrnu felst í að eðlileg rekstrarskilyrði skapist sem fyrst á ný.

Án stuðningsaðgerða stjórnvalda hefði eigið fé ferðaþjónustunnar getað þurrkast út.

Stuðningsaðgerðir styrktu eiginfjárstöðu og léttu lausafjárvanda

Heildaráhrif stuðningsaðgerða stjórnvalda á eigin fé námu allt að milljörðum. árin 2020 og 2021. Án þessara úrræða hefði eigið fé félaganna lækkað um allt að 95 milljarða í árslok 2021, sem skýrist þó að mestu af rekstrarhalla á síðustu tveimur árum.

Ferðaþjónustufyrirtæki sóttu sér einnig Stuðningslán (6,1 milljarðar) og Viðbótarlán (2,7 milljarðar), samtals að fjárhæð 9.8 milljarða sem hafa ýmist verið nýtt til að fjármagna taprekstur, greiða niður skuldir við birgja og starfsfólk eða styrkja lausafjárstöðu.

Þá gátu fyrirtæki sótt um frestun skattgreiðslna eins og staðgreiðslu launa. Ekki liggur fyrir greining á hvernig þessi úrræði voru nýtt af ferðaþjónustufyrirtækjum en miðað við nýtingu þeirra á öðrum úrræðum má leiða að því líkum að rúmlega helmingur af frestun staðgreiðslu launa hafi verið nýtt af þeim eða um 5,5 milljarðar.

Því eru um 15 milljarðar vegna stuðningsúrræða sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að endurgreiða á næstu misserum. Heildarútlán Ferðaábyrgðasjóðs til ferðaskrifstofa nema í 3,2 milljörðum í árslok 2021.