Markaðurinn

Stýrivextir óbreyttir og horfur á minnkandi spennu

Verðbólga hefur verið í samræmi við væntingar.

Seðlabankinn segir að minni spennu gæti í þjóðarbúskapnum. Fréttablaðið/Ernir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir verði áfram 4,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum.

Horfur eru á að hagvöxtur verði minni á þessu ári en í fyrra. „Fer þar saman hægari vöxtur útflutnings og minni vöxtur innlendrar eftirspurnar.“

Verðbólga á fyrsta fjórðungi ársins var 2,5 prósent en verðbólgan mældist 2,3 prósent í apríl. „ Verðbólga hefur því í stórum dráttum verið í samræmi við 2½% verðbólgumarkmið Seðlabankans síðustu mánuði. Áfram hefur dregið úr árshækkun húsnæðisverðs en gagnstæð áhrif gengisbreytinga krónunnar á verðbólguna hafa dvínað. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram á næstunni.“

Loks segir að minnkandi spennu gæti í þjóðarbúskapnum. Áfram sé þó þörf á peningalegu aðhaldi til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar. „Dregið hefur úr hættu á ósjálfbærum launahækkunum til skamms tíma litið en undirliggjandi spenna á vinnumarkaði er enn til staðar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Húsnæðismál

Íbúðar­hús­næði á 7 mánuðum: „Pínu­lítið eins og LEGO“

Markaðurinn

Lækka kaupverðið um 480 milljónir

Viðskipti

Fasteignafélögin undirverðlögð

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Allt að 76 prósent verð­munur á möndlu­mjólk

Innlent

Árshækkun leigu mælist 6,2% í apríl

Markaðurinn

Icelandair Group hefur söluferli á hótelum

Viðskipti

Þrjú íslensk fyrirtæki á meðal söluráðgjafa í útboði Arion

Viðskipti

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá ríkinu

Viðskipti

Greiða allt að tífalt hærra verð fyrir gagnasambönd

Auglýsing