Markaðurinn

Stýrivextir óbreyttir og horfur á minnkandi spennu

Verðbólga hefur verið í samræmi við væntingar.

Seðlabankinn segir að minni spennu gæti í þjóðarbúskapnum. Fréttablaðið/Ernir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir verði áfram 4,25 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum.

Horfur eru á að hagvöxtur verði minni á þessu ári en í fyrra. „Fer þar saman hægari vöxtur útflutnings og minni vöxtur innlendrar eftirspurnar.“

Verðbólga á fyrsta fjórðungi ársins var 2,5 prósent en verðbólgan mældist 2,3 prósent í apríl. „ Verðbólga hefur því í stórum dráttum verið í samræmi við 2½% verðbólgumarkmið Seðlabankans síðustu mánuði. Áfram hefur dregið úr árshækkun húsnæðisverðs en gagnstæð áhrif gengisbreytinga krónunnar á verðbólguna hafa dvínað. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram á næstunni.“

Loks segir að minnkandi spennu gæti í þjóðarbúskapnum. Áfram sé þó þörf á peningalegu aðhaldi til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar. „Dregið hefur úr hættu á ósjálfbærum launahækkunum til skamms tíma litið en undirliggjandi spenna á vinnumarkaði er enn til staðar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Viðskipti

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Auglýsing

Nýjast

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing