Íslensk sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð hefur úr mun meira fjármagni að moða eftir að alþjóðlegar streymisveitur á borð við Netflix hófu kaup á slíku efni.

Þetta kemur fram í viðtali sjónvarpsþáttarins Markaðarins við Kristinn Þórðarson, formann Sambands íslenskra kvikmyndagerðamanna, sem sýnt verður á Hringbraut klukkan sjö í kvöld.

Hann segir að frá árinu 2015 hafi streymisveiturnar hafi breytt landslaginu í atvinnugreininni. Áður fyrr hafi sjónvarpsefnið eingöngu verið framleitt fyrir Ísland en eftir að Netflix og fleiri hófu að sýna þáttagerðinni áhuga hefur markaðurinn og umfang framleiðslunnar stækka. Nú sé hægt að framleiða mun stærri og metnaðarfyllri sjónvarpsþáttaraðir.

Kristinn tekur sem dæmi að sjónvarpsþáttaröðin Pressa, sem sýnd var árið 2012, hafi kostað 160 milljónir í framleiðslu. Nú sé algengt að framleiðslan kosti frá 600 milljónum og yfir milljarð.