Nor­ræna streymis­veitan Viaplay er nú að­gengi­leg á Ís­landi. Hún fór í loftið í dag og er á vegum Nor­dic En­terta­in­ment Group (NENT Group).

Viaplay-pakki með þátta­röðum og kvik­myndum kostar 599 krónur á mánuði. Einnig er hægt að bæta við að­gangi að í­þrótta­við­burðum og efni og kostar slíkur pakki 1599 krónur á mánuði.

Það helsta sem Ís­lendingum stendur til boða við opnunina er eftir­farandi:

Sér­fram­leitt: ‘Love Me’, ‘Those Who Kill’, ‘Wisting’, ‘Box 21’, ‘Face to Face’, ‘ALEX’, ‘Rig 45’, ‘The Art of Living’, ‘Black Lake’, ‘Hidden’, ‘Con­spira­cy of Si­lence’, ‘The Inner Circ­le’, ‘Four Hands Menu’ og margt fleira.

Kvik­myndir og þátta­raðir: ‘Borg vs. McEn­roe’, ‘The Purity of Ven­geance’, ‘Easy Mon­ey’, ‘Badehot­ellet’, ‘The Re­staurant’, ‘Greyzone’, ‘Jord­skott’, ‘Grey’s Anato­my’ og margt fleira. Við­skipta­vinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywoodmyndirnar og nor­rænu met­sölu­myndirnar í Viaplay-versluninni.

Barna­efni: ‘Fixi in Play­land’, ‘Mia’s Magic Playground’, ‘Paw Pa­trol’, ‘Dora the Explor­er’, ‘Spon­ge­Bob SquarePants’ og fleira.

Á næstu mánuðum verður svo smám saman bætt við efni á Viaplay.is. Að auki hefur NENT Group tryggt sér ís­lenskan sýningar­rétt á mörgum í­þrótta­við­burðum og keppnum; For­múlu 1-kapp­akstrinum, þýskum hand­bolta og fót­bolta (Bundes­liga), WTA í tennis, ameríska hafna­boltanum (Major Leagu­e Baseball) og mörgu fleiru. Meiri­hluta þessara við­burða hefur verið frestað tíma­bundið vegna kórónu­veirufar­aldursins og munu því bætast við síðar.

Fast­lega er gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningar­réttinn að bæði ensku úr­vals­deildinni og Meistara­deild Evrópu þegar sýningar­réttur Símans og Sýnar á deildunum rennur út; árin 2022 og 2021. Frá og með deginum í dag geta notendur fengið fría prufuáskrift í tvær vikur.