Soffía Sigur­geirs­dóttir, al­manna­tengsla­ráð­gjafi, stofnaði nú í byrjun árs nýtt fyrir­tæki, Lang­brók, þar sem verður lögð á­hersla á að vinna með stjórn­endum sem séu reiðu­búnir að vera á­byrgari gagn­vart um­hverfinu og sam­fé­laginu. Frá þessu greinir Soffía í til­kynningu á Face­book-síðu sinni.

„Það er gaman að segja frá því að nú í upp­hafi nýs árs hefst nýr kafli hjá mér,“ segir Soffía.

Hún hefur unnið um ára­bil sem ráð­gjafi fyrir al­þjóð­leg og inn­lend fyrir­tæki, stofnanir og fé­laga­sam­tök á sviði sam­fé­lags­á­byrgðar, breytinga­stjórnunar og al­manna­tengsla og segir í til­kynningunni að á liðnu ári hafi henni gefist tæki­færi til að fara í stefnu­mótun með sjálfa sig. Í kjöl­farið hafi hún á­kveðið að stofna fyrir­tækið.

„Þessi veg­ferð kallar á breytingar, aukið gegn­sæi, sam­skipti og ný­sköpun sem stuðlar að aukinni verð­mæta­sköpun. Við höfum lært ýmis­legt á þessum heims­far­aldri, það er nefni­lega hægt að breyta hratt um kúrs. Við erum öll í þessu saman, það er nefni­lega engin pláneta B! Við þurfum öll að takast á við brýnar á­skoranir er varðar jafn­rétti, efna­hags­þróun og um­hverfi. Fyrir­tæki sem gera það vel eru sam­keppnis­hæfari fyrir vikið,“ segir Soffía.

Hún segir að hún muni vinna með ráð­gjafa­fyrir­tækinu Empower í jafn­réttis­málum og að hún líti björtum augum til fram­tíðar. Nafn­giftin kemur frá Hall­gerði Lang­brók segir Soffía.

Til­kynninguna er hægt að sjá hér að neðan.

Það er gaman að segja frá því að nú í upphafi nýs árs hefst nýr kafli hjá mér. Ég hef unnið sem ráðgjafi um árabil fyrir...

Posted by Soffia Sigurgeirsdottir on Thursday, 7 January 2021