Erlent

Stofnandi pítsu­keðju hættir eftir rasísk um­mæli

John Schnatter, eig­andi og stofnandi Papa John's pítsu­keðjunnar, hefur sagt af sér eftir að hafa við­haft rasísk um­mæli á síma­fundi í maí síðast­liðnum.

John Schnatter stofnaði Papa John's pítsukeðjuna árið 1984 og hefur stýrt síðan. Fréttablaðið/Getty

John Schnatter, stofnandi pítsukeðjunnar Papa John's, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður í stjórn fyrirtækisins eftir að hafa viðhaft rasísk ummæli á símafundi í maí.

Schnatter olli einnig fjaðrafoki í nóvember síðastliðnum þegar kvartaði undan mótmælum leikmanna NFL-deildarinnar sem neituðu margir hverjir að standa og syngja þjóðsönginn fyrir leiki. Kenndi hann deildinni um samdrátt í sölu Papa John's.

Var markaðsstofan Laundry Service fengin til að halda fund með Schnatter til að koma í veg fyrir að hann léti misgáfuleg ummæli falla í framtíðinni. Á fundinum var hann síðan spurður hvernig hann hygðist fjarlægjast rasistahópum á netinu, en ummæli hans um NFL-deildina féllu vel í kramið hjá mörgum þeirra.

„Sanders ofursti kallaði blökkumenn n---a,“ sagði Schnatter þá og kvartaði sáran yfir þeim skerf sem hann hafði fengið af gagnrýni. Slíkri meðferð hefði Sanders, sem stofnaði KFC, aldrei þurft að sæta. 

Í kjölfarið sagði Laundry Service upp þjónustu sinni við Papa John's og eftir að ummæli Schnatters komust í fréttirnar fylgdu fleiri í kjölfarið. Hafnaboltadeildin, MLB, ákvað að rifta samningi sínum við pítsukeðjuna og þá lækkaði verð hlutabréfa félagsins um 5,9 prósent í gær. 

Baðst Schnatter afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Fréttaflutningur af óviðeigandi og særandi ummælum mínum eru sannur. Óháð samhengi, þá biðst ég afsökunar. Rasismi á einfaldlega ekki heima í samfélagi okkar,“ skrifaði hann. Olivia Kirtley hefur tekið við sem stjórnandi fyrirtækisins en kosið verður um stjórnarformann á næstu vikum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Airbnb

ESB gefur Airbnb skýr fyrirmæli

Erlent

Rannsaka samstarf matvörurisa

Erlent

Hagvöxtur í Kína ekki minni í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Jóhann Gísli hættur hjá GAMMA

Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

Dómsmál

Norðurturninn íhugar að áfrýja dómnum

Erlent

Sagði ríkis­stjórninni að búa sig undir erfiða tíma

Þýskaland

Afkoma Deutsche langt umfram væntingar

Erlent

Debenhams segist ekki glíma við lausafjárskort

Auglýsing