Áhrif kórónaveirunnar á flugfélög í Evrópu er án fordæma. Líklega mun flug nánast stöðvast í nokkrar vikur. Til samanburðar voru flugvélar kyrrsettar í þrjá daga í Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkanna hinn 11. september árið 2001 og eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 leiddi til þess að flugfélög hættu við um helming af flugum sínum í átta daga. Þetta segir Daniel Roeska, greinandi flugfélaga hjá Bernstein, við Financial Times.

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt að nánast allur flugflotinn verði kyrrsettur frá og með næsta þriðjudegi vegna þess að aðgerðir gegn kórónaveirunni hafi nánast stöðvað flugsamgöngur. Einhver flug muni fara á milli Bretlands og Írlands.

Ryanair yrði stærsta flugfélagið til þessa til að að kyrrsetja nánast allan flugflotann. Stór flugflugfélög hafa upplýst um að þau muni draga úr flugum um allt að 90 prósent.