Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni, sagði að frá árinu 2013 hafi verið hafi verið stöðugur straumur af spennandi nýsköpunarfyrirtækjum og fyrirtækjum í annarri starfsemi á sænska First North-hliðarmarkaðinn. Fyrirtækjunum hafi heilt yfir vegnað vel á markaðnum og raunar hafi ávöxtun verið betri en á sænska Aðalmarkaðnum. Þetta kom fram í viðtali sjónvarpsþáttar Markaðarins sem frumsýndur er á miðvikudagskvöldum og endursýndur reglulega.

Hann sagði að um 70 prósent þessara fyrirtækja hafi verið rekin með tapi áður en þau fóru inn á First North. Tekjurnar hafi verið rúmlega 100 milljónir króna á ári sem sé lítið miðað við umfang þeirra fyrirtækja sem alla jafna fari á hlutabréfamarkað. Algegnt sé að 19 hafi starfað hjá fyrirtækjunum fyrir skráningu. Þetta hafi því verið ung vaxtarfyrirtæki sem hafi verið að þróa flotta vöru og nýtt markaðinn til að vaxa.

Baldur nefnir að í Svíþjóð sé almenningur virkur á hlutabréfamarkaði og mikið sé af stofnanafjárfestum, eins og til dæmis verðbréfasjóðum, sem leggi grunn að vistkerfi sem henti vel til að fjármagna fyrirtækja.

Leikjaframleiðandinn Solid Clouds og flugfélagið Play verða skráð á First North-markaðinn á Íslandi innan skamms.