Tap af rekstri fjárfestingafélagsins Stoða var 476,7 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Viðsnúningur varð á verði skráðra verðbréfa í eigu félagsins, en tæplega 694 milljóna króna gengistap var bókfært á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 1,65 milljarða hagnað í fyrra.

Í apríl greindi Markaðurinn frá því að hlutabréfaeign Stoða í skráðum félögum hefði, í takt við mikið verðfall í Kauphöllinni, minnkað um nærri fimmtung á fyrstu þremur mánuðum ársins. Gengistap félagsins nam tæpum 3,5 milljörðum króna þegar verst lét. Hlutabréfamarkaðir réttu svo úr kútnum inn í sumarið, en Stoðir eru stór hluthafi í Arion, Símanum og TM.

Stærsti hluthafi Stoða er sem fyrr félagið S121, með tæplega 65 prósenta hlut. Það er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarmanns í Tryggingamiðstöðinni.

Heildareignir Stoða nema 24,7 milljörðum, en skuldir á bókum félagsins eru nánast engar