Innlent

Stjórnvöld sýna ekki spilin í skattamálum

Drífa Snædal var kjörin formaður ASÍ á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Brink

Ríkisstjórnin er ekkert mikið að sýna spilin í skattamálum,“ sagði Drífa Snædal, formaður Alþýðusambands Íslands, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hún var spurð hvort að hún skynjaði vilja hjá stjórnvöldum til að koma til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar í skattamálum.

„Ég reikna síður með að stjórnvöld komi með eitthvað að borðinu án þess að það sé beinlínis í tengslum við kjarasamninga. Þau segi „Ef að þið eruð til í að undirrita, þá getum við.“ Þannig virkar þetta,“ sagði Drífa.

Drífa sagði að stjórnvöld hefðu lykilinn í hendi sér og að miklar kröfur væru gerðar í skattamálum og húsnæðismálum.

„Kjarabætur til framtíðar þarf að tryggja í gegnum ríkisvaldið svo að við lendum ekki stöðugt í því að þær kjarabætur sem samið er um í kjarasamningum séu teknar af ríkisvaldinu í formi aðgerðaleysis í húsnæðismálum eða skattatilfærslum eða slíku.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing