Æðstu stjórnendur Nissan vinna nú enn hraðar að leynilegri áætlunum um að slíta á samstarf við Renault. Það er í kjölfar handtöku Carlos Ghosn í desember en hann stýrði samstarfinu sem nú er orðið 20 ár gamalt. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Heimildir herma stefnt er að algeru slitum þegar kemur að þróun og framleiðslu. Enn fremur er horft til þess að stokka upp í stjórn Nissan.

Hugmyndir þessa efnis eru enn ein vísbendingin um spennuna sem er um samstarfið sem Ghosn hélt saman. Þrátt fyrir tilraunir til að bæta samstarfið af hálfu Nissan og Renault er það orðið eitrað, að sögn tveggja heimildarmanna Financial Times. Margir af æðstu stjórnendum Nissan telja að franski framleiðlandinn sé dragbítur á rekstur japanska fyrirtækisins.

Ef slitið verður á samstarfið gætu Nissan og Renault þurft að leita að nýjum samstarfsaðilum enda er bílaiðnaðurinn að glíma við minni sölu og vaxandi kostnað vegna aukinna vinsælda rafmagnsbíla.

Fyrir vikið yrðu fyrirtækin minni á sama tíma og aðrir framleiðendur eru að stækka eða hefja samstarf. Fiat Chrysler og PSA eru að sameinast og Volkswagen og Ford eru að hefja samstarf.

Bráðlega á stjórnarformaður Renualt, Jean-Dominique Senard, að kynna nokkur samtarfsverkefni sem eigi að sýna að samstarfið geti enn blómstrað.