Erlent

Stjórnendur Deutsche Bank afþakka bónusa þriðja árið í röð

Tólf meðlimir stjórnar, þýska bankans, Deutsche Bank, munu ekki fá greidda bónusa fyrir árið 2017. Starfsfólk bankans, mun hins vegar fá sína bónusa, eins og áætlað var. Ekki er enn vitað hversu há heildarupphæðin verður.

James von Moltke, John Cryan, Marcus Schenck og Christian Sewing, sem allir eru stjórnendur Deutsche Bank EPA/Armando Babani

Tólf meðlimir stjórnar, þýska bankans, Deutsche Bank, munu ekki fá greidda bónusa fyrir árið 2017. 

Starfsfólk bankans, mun hins vegar fá sína bónusa, eins og áætlað var, sagði forstjóri bankans John Cryan á viðburði í Austin, Texas í Bandaríkjunum á tæknihátíðinni South by Southwest (SXSW) sem haldin er árlega í Texas og hófst síðastliðin föstudag. 

Heildarupphæð bónusa fyrir starfsfólk er líklega talsvert hærri en fyrr var áætlað. „Breytileg upphæð bónusa verður ekki eins há og árið 2015, en talsvert hætti en fyrir árið 2016,“ sagði Cryan einnig á pallborði á hátíðinni. 

Árið 2015 greiddi Deutsche Bank starfsmönnum sínum samanlagt 2,4 milljarða evra í bónusa, eða 295 milljarða íslenskra króna. Í fyrra voru greiddar 546 milljónir evra.

Samkvæmt Zeit Online hafa fjölmiðlar í Þýskalandi gefið til kynna að um sé að ræða að minnsta kosti milljón evra sem fari í bónusa í ár, en Cryan þvertók fyrir það í Austin. 

Bankinn hefur verið gagnrýndur talsvert af stjórnmálamönnum og sérfræðingum í fjármálum í Þýskalandi eftir að sú tala kom upp í fjölmiðlum. Sérstaklega vegna þess að í ársuppgjöri  Deutsche Bank fyrir árið 2017 var sýnt fram á tap upp á hálfan milljarð evra.

Nákvæmar upphæðir bónusa verða birtar næstkomandi föstudag. Greint var frá á Zeit Online. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Danmörk

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Erlent

Engar olíulækkanir í spákortunum

Erlent

Tím­a­rit­ið Time í hend­ur millj­arð­a­mær­ings

Auglýsing

Nýjast

Lúxemborgarar fjárfesta í Borealis

Tvö atriði af fjórum ekki lengur til skoðunar

Á kafi í umbreytingu á rekstri fyrirtækja

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Auglýsing