Innlent

Stjórn­enda­svik námu 250 milljónum

Stjórnendur á Íslandi millifærðu minnst 250 milljónir króna til fjársvikamanna á síðustu tólf mánuðum.

Starfsmenn fjármálafyrirtækjanna náðu að endurheimta ríflega 141 milljón króna. NordicPhotos/Getty Images

Stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum millifærðu umtalsverðar fjárhæðir út af reikningum fyrirtækja sinna á síðustu mánuðum eftir að hafa fallið í gildrur fjársvikamanna. 

Þetta kom fram í erindi Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, á SFF-deginum haldinn var í Silfurbergi í Hörpu í gær.

Samkvæmt mati sérfræðinga hjá aðildarfélögum Samtaka fjármálafyrirtækja millifærðu stjórnendur að minnsta kosti 250 milljónir króna út af reikningum fyrirtækja sinna til fjársvikamanna á síðustu tólf mánuðum.

Starfsmenn fjármálafyrirtækjanna náðu að endurheimta ríflega 141 milljón af heildarupphæðinni sem vitað er að var millifærð vegna svikapósta.

„SFF sinna samstarfi sérfræðinga aðildarfélaganna í netöryggismálum og eiga í góðu samstarfi við lögregluyfirvöld þegar kemur að baráttunni gegn slíkum glæpum. Það má segja að fjármálafyrirtæki séu í fremstu víglínu þegar kemur að baráttunni gegn þessari vá,“ sagði Höskuldur.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Afnám skattsins geti hjálpað í kjaraviðræðum

Höskuldur vék að skattaumhverfinu í erindi sínu. Hann sagði að eitt helsta áherslumál SFF væri að íslenskur fjármálamarkaður byggi við sömu reglur og skilyrði og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði.

„Því miður er það ekki raun­in í dag. Ýmis íslensk sér­á­kvæði eru fléttuð saman við evr­ópskar reglur þegar þær eru inn­leiddar hér á landi,“ sagði Höskuldur. 

„Við þetta bæt­ist að skattaum­hverfi aðild­ar­fé­laga SFF er sér­stak­lega íþyngj­andi og þekk­ist slíkt hvergi í Evr­ópu. Eða bara hvergi yfirhöfuð. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sér­stak­lega á fjár­mála­fyr­ir­tæki: banka­skatt­ur, sérstakur bankaskattur og fjár­sýslu­skattur á launagreiðslur.“

Þá kom fram í máli Höskuldar að bankaskatturinn leggist á kjör almennings og fyrirtækja.

„Það hefur verið mikið rætt um hvað megi gera til þess að ná niður vaxtakostnaði í aðdraganda kjarasamninga. Fullt afnám bankaskattsins og endurskoðun skattaumhverfis aðildarfélaga SFF gæti hjálpað þar til.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing