Vefbókhaldskerfið Payday og stjórnendaráðgjöfin Staka hafa gengið frá samstarfssamningi. Þetta innsigluðu Björn Hreiðar Björnsson, framkvæmdastjóri Payday og Freyr Ólafsson, hjá Stöku stjórnendaráðgjöf, með handabandi í nýjum höfuðstöðvum Payday í Kópavogi.

Íslandsbanki fjárfesti nýverið í Payday og er horft fram á mikinn vöxt á næstu mánuðum, segir í tilkynningu.

„Við erum mjög þakklát fyrir undirtektirnar. Það er greinilegt að mörg minni fyrirtæki eru að leita að tækifærum til að hagræða í rekstri og bókhaldi og hafa prófað Payday undanfarið með góðum árangri, því við sjáum góðan vöxt í skráningum hjá okkur. Hjá okkur er allt á vefnum, svo það er lítið mál fyrir litlu fyrirtækin að prófa án skuldbindinga, það er það sem við höfum séð gerast,“ segir Björn Hr. Björnsson framkvæmdastjóri Payday.

Þjálfari „peppar“ sóknina

Björn segir að rekstur Payday hafi gengið vel að undanförnu, liðið sé að stækka og því fannst okkur mikilvægt að hafa „þjálfara“ á hliðarlínunni til að „peppa okkur áfram í sókninni.“ Í vaxtarfasa sé alltaf hætta á að missa einhverja bolta. „Hér sjá betur augu en auga og ekki verra að augu Freys hjá Stöku hafa séð ýmislegt hjá öðrum fyrirtækjum í vexti við teljum nýtast okkur vel næstu mánuði," segir hann.