Innlent

Stjórn HB Granda sam­þykkir kaupin á Ögur­vík

​Stjórn HB Granda hefur samþykkt samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. sem gerður var 7. september síðastliðinn. Jafnframt hefur stjórnin ákveðið að leggja hann fyrir hluthafafund í félaginu til samþykktar.

Stjórnin samþykkti kaupin á Ögurvík. Kaupverð er 12,3 milljarðar króna. Fréttablaðið/Eyþór

Stjórn HB Granda hefur samþykkt samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. sem gerður var 7. september síðastliðinn. Jafnframt hefur stjórnin ákveðið að leggja hann fyrir hluthafafund í félaginu til samþykktar. 

Kaupverðið er 12,3 milljarðar króna en það byggir á niðurstöðum tveggja óháðra matsmanna að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin verða fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs.

Ögurvík er í eigu útgerðarfélagsins Brim, félags Guðmundar Kristjánssonar sem nýverið settist í forstjórastól HB Granda. Brim keypti nýverið 34 prósent hlut í HB Granda.

Brim keypti Ögurvík á 11,5 milljarða fyrir tveimur árum og er söluhagnaðurinn því um 800 milljónir króna. Guðmundur sagði kaupin skynsamleg í samtali við Markaðinn í gær.

„Mín skoðun er alveg skýr: HB Grandi á að fjárfesta í veiðiheimildum. Mér er alveg sama hvort keypt er af mér eða öðrum. HB Grandi er almenningshlutafélag í sjávarútvegi og þarf að eiga veiðiheimildir,“ sagði Guðmundur, oft kenndur við Brim.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Markaðurinn

Hagnast um 900 milljónir við söluna

Innlent

Askja hagnaðist um 368 milljónir

Innlent

Vonbrigði með litla lækkun á tryggingagjaldi

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Ótraust bakland

Birkir Hólm ráðinn forstjóri Samskipa

Seðlabankinn skoðar útgáfu á rafkrónum

Medis hagnaðist um 1,8 milljarða

Ný í­búð kostar að meðal­tali 51 milljón

Holyoake seldi fyrir 800 milljónir á tveimur dögum

Auglýsing