Stjórn Festi hf. hefur boðað til hlut­hafa­fundar 14. júlí næst­komandi. Á­kvörðunin um fundinn kemur fram í tengslum við starfs­lok for­stjóra fé­lagsins, Eggerts Þórs Kristófers­sonar, sem til­kynnt voru þann 2. júní síðast­liðinn, þetta er sam­kvæmt yfir­lýsingu frá stjórnar Festi hf sem birtist í gær.

„Stjórn víkur sér ekki undan mál­efna­legri gagn­rýni en telur að horft til fram­tíðar sé á­kvörðun hennar um for­stjóra­skipti rétt og mikil­vægt skref í á­fram­haldandi þróun fé­lagsins,“ segir í yfir­lýsingunni.

Í yfir­lýsingunni segir einnig að vöxtur og við­gangur Festi sé mikil­vægari en ein­staka stjórn­endur þess eða stjórn. „Það er ósk stjórnar að boðaður hlut­hafa­fundur megi verða til þess að sætta ólík sjónar­mið svo unnt sé að halda á­fram þeirri veg­ferð sem fyrir höndum er og skipan nýs for­stjóra er ó­rjúfan­legur hluti af.“

Fjöl­miðlar hafa fjallað um að Víta­lía Lazareva hafi sagt opin­ber­lega að Eggert hafi átt fund með henni og að­greint sig frá öðrum fyrir­tækjum við­skipta­lífsins með góðum við­brögðum, þegar fjór­menningarnir sem sakaðir voru um að hafa farið yfir mörk stigu til hliðar. Þórður Már Jóhannes­son, sem var for­maður stjórnar hjá Festi, áður en Vítalíu­málið kom upp, er stærsti hlut­hafi fé­lagsins, ef undan eru skildir líf­eyris­sjóðir.