Stjórn lyfj­a­fyr­ir­tæk­is­ins Al­vog­en seg­ist bera fullt traust til Rób­erts Wess­man for­stjór­a fyr­ir­tæk­is­ins og stjórn­ar­hátt­a hans eft­ir ó­háð­a út­tekt vegn­a kvart­an­a sem henn­i bár­ust.

Stjórn­in hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ing­u vegn­a kvört­un­ar sem starfs­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins lagð­i fram á hend­ur Rób­ert­i í jan­ú­ar. Þar komu fram kvart­an­ir á hend­ur hon­um og fjár­kraf­a gerð á hann.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins er um­rædd­ur starfs­mað­ur Hall­dór Krist­manns­son, sem ver­ið hef­ur upp­lýs­ing­a­full­trú­i Al­vog­en um langt skeið og ná­inn sam­starfs­mað­ur Rób­erts í hart­nær tvo ár­a­tug­i. Ekki náðist í Halldór við vinnslu fréttarinnar.

Halldór Kristmannsson.
Fréttablaðið/Stefán

Í yf­ir­lýs­ing­u stjórn­ar Al­vog­en seg­ir að bréf­ið hafi bor­ist 20. jan­ú­ar og strax hafi ver­ið sett á fót óháð nefnd til að kann­a mál­ið fyr­ir henn­ar hönd og Rób­ert sagð­i sig frá störf­um með­an sú at­hug­un fór fram.

Leit­að var til lög­fræð­i­stof­unn­ar Whit­e & Case LLP til að fara yfir kvart­an­irn­ar sem komu fram í bréf­in­u og Lex lög­mann­stof­u til að veit­a ráð­gjöf er varð­að­i ís­lensk lög og vinn­u­lög­gjöf. Í yf­ir­lýs­ing­u stjórn­ar­inn­ar seg­ir að at­hug­un Whit­e & Case hafi með­al ann­ars fal­ið rann­sókn á fjöld­a gagn­a og rætt var við starfs­mann­inn sem lagð­i kvört­un­in­a fram auk tugi nú­ver­and­i og fyrr­ver­and­i starfs­mann­a Al­vog­en.

„Allir starfs­menn sem rætt var við báru Rób­ert­i vel sög­un­a. Þá bent­u eng­in gögn til þess að eitt­hvað væri at­hug­a­vert við stjórn­un­ar­hætt­i Rób­erts,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i en nið­ur­stað­a Whit­e & Case var send stjórn Al­vog­en 9. mars.

„Nið­ur­stað­an er skýr og ljóst að efni kvart­an­ann­a á sér enga stoð. Ekkert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wess­man séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­ast neitt vegn­a þess­a máls,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u stjórn­ar­inn­ar. Hún beri fullt traust til Rób­erts og stjórn­ar­hátt­a hans.