Viðskipti

Stekkur hagnast um 126 milljónir

Stekkur á ríflega 53 prósenta hlut í Securitas. Fréttablaðið/Anton Brink

Félag í eigu Kristins Aðalsteinssonar fjárfestis hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikningi Stekks fjárfestingafélags.

Þyngst vó söluhagnaður hlutabréfa upp á 147 milljónir króna en hlutdeild fjárfestingafélagsins í hlutdeildarfélögum var jákvæð um 57 milljónir. Heildareignir félagsins námu ríflega 1.204 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess tæpar 90 milljónir.

Félag Kristins fer meðal annars með 53 prósenta hlut í Securitas og 45 prósenta hlut í Límtré Vírnet en hlutirnir voru metnir á samtals um 797 milljónir í lok síðasta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Enginn fundur flugforstjóra

Viðskipti

Seldu samlokur fyrir tvo milljarða

Viðskipti

Verri rekstrar­að­stæður skýra lægra verð­mat

Auglýsing

Nýjast

Musk fær ráðgjafa við afskráninguna

Björn Brynjúlfur er nýr formaður FVH

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Hlutafé í WOW aukið um helming

Ennemm hagnast um eina milljón

Icelandair hækkaði um rúmlega 3 prósent

Auglýsing