Viðskipti

Stekkur hagnast um 126 milljónir

Stekkur á ríflega 53 prósenta hlut í Securitas. Fréttablaðið/Anton Brink

Félag í eigu Kristins Aðalsteinssonar fjárfestis hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársreikningi Stekks fjárfestingafélags.

Þyngst vó söluhagnaður hlutabréfa upp á 147 milljónir króna en hlutdeild fjárfestingafélagsins í hlutdeildarfélögum var jákvæð um 57 milljónir. Heildareignir félagsins námu ríflega 1.204 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess tæpar 90 milljónir.

Félag Kristins fer meðal annars með 53 prósenta hlut í Securitas og 45 prósenta hlut í Límtré Vírnet en hlutirnir voru metnir á samtals um 797 milljónir í lok síðasta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Sam­keppnis­yfir­völd harð­orð í garð Isavia

Viðskipti

Fyrstu kaup aldrei erfiðari

Viðskipti

Hard Rock tapaði tæplega 400 milljónum króna

Auglýsing

Nýjast

Festi hækkar afkomuspá sína

Úr­vals­vísi­talan lækkaði og krónan veiktist

Spáir gjald­þrotum flug­fé­laga í vetur

WOW til Vancouver

Erfitt að taka þátt í „þessari svo­kölluðu byltingu“

Mesta dagshækkun í meira en tvö ár

Auglýsing