Markaðurinn

Þorbjörn Atli og Gunnar hættir hjá Fossum

Þorbjörn Atli Sveinsson. Ljósmynd/Fossar

Gunnar Freyr Gunnarsson og Þorbjörn Atli Sveinsson, sem hafa starfað í teymi markaðsviðskipta Fossa markaða, hafa hætt störfum hjá félaginu. Tilkynntu þeir um uppsögn sína í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 

Gunnar og Þorbjörn Atli, sem áður störfuðu hjá Straumi fjárfestingabanka, voru á meðal þeirra sem stóðu að stofnun Fossa markaða vorið 2015. Gunnar á rúmlega sex prósenta hlut í félaginu á meðan eignarhlutur Þorbjörns Atla í Fossum er liðlega 5,4 prósent. 

Þá hefur Steingrímur Arnar Finnsson tekið sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta. Steingrímur hefur leitt uppbyggingu markaðsviðskipta Fossa frá stofnun, síðast sem forstöðumaður, og er breytingin liður í aðlögun að víðtækari starfsemi félagsins, að því er segir í fréttatilkynningu frá Fossum. 

Auk hans eiga sæti í framkvæmdastjórn samstæðunnar þau Haraldur I. Þórðarson forstjóri, Birna Hlín Káradóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fossa í Svíþjóð, og David Witzer, framkvæmdastjóri Fossa í Bretlandi.

Í tilkynningunni segir að frá því að Fossar markaðir hóf starfsemi fyrir tæpum þremur árum hafi umfang starfseminnar tekið töluverðum breytingum og nú sé svo komið að fyrirtækið rekur skrifstofur í þremur löndum með margþætta þjónustu við innlenda og alþjóðlega fjárfesta. 

Samhliða auknum umsvifum hefur starfsmannahópurinn tekið nokkrum breytingum en á síðasta ári hófu níu starfsmenn störf hjá félaginu.

Fréttin var uppfærð kl. 13:06. 

Gunnar Freyr Gunnarsson.
Steingrímur Arnar Finnsson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ný­sköpunar­sjóður at­vinnu­lífsins og Mat­ís í sam­starf

Erlent

For­stjóri Audi hand­tekinn

Innlent

Hækkuðu um 18 prósent á fyrsta viðskiptadegi

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Sandra Hlíf ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Eik

Ferðaþjónusta

SAF fagnar hertu eftir­liti með gisti­starf­semi

Innlent

Hlutabréf Arion banka ruku upp

Erlent

McDonald's segir skilið við plaströr

Innlent

Selja í Arion banka fyrir 39 milljarða

Innlent

Gullöldin heldur rekstrarleyfinu

Auglýsing