Steingrímur Helgason, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, hefur hætt störfum hjá bankanum.

Steingrímur, sem er hagfræðingur að mennt, lét af störfum í gær, þriðjudag, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Hann hefur unnið í Landsbankanum samfleytt í sextán ár og þar af stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá árinu 2009. Þar áður starfaði Steingrímur hjá Búnaðarbanka og Kaupþingi.