„Í grunninn snýst um stefnu­leysi stjórn­valda,“ segir Tómas Kristjáns­son, for­maður Raf­bíla­sam­bands Ís­lands um frum­varp fjár­mála­ráð­herra sem myndi fela í sér að fjölda­tak­mörkun virðis­auka­skatt­sí­vilnunar vegna inn­flutnings og sölu á raf­bílum yrði felld niður.

Í júní síðast­liðnum kallaði Raf­bíla­sam­bandið eftir því að Al­þingi myndi setja skýra lang­tíma­stefnu í málum sem snúast um niður­fellingu á virðis­auka­skatti við inn­flutning á raf­bílum.

Tómas segir að ekki sé hægt að vinna að fram­förum í orku­skiptum á þegar reglurnar breytast á nokkra mánaða fresti.

„Þetta stefnu­leysi bitnar á svo mörgum. Þetta bitnar á markaðnum og þeim sem eru að reyna að stuðla að orku­skiptum í sam­göngum. Þetta hægir veru­lega á þeim,“ segir Tómas.

Í­vilnanir stjórn­valda á raf­­­magns­­bílum eru í dag í formi lækkaðs virðis­auka­skatts sem gildir út árið 2023, en þó að há­­marki fyrir 20 þúsund bíla frá árinu 2012 og þar til kvótinn er tæmdur. Sam­­kvæmt Bíl­­greina­­sam­bandinu má gera ráð fyrir að kvótanum verði náð á vor­­mánuðum 2023.

„Upp­runa­lega þegar lögin eru sett, sem veittu heimild fyrir af­slættinum af virðis­auka­skatt, þá var kvótinn fimm­tán þúsund raf­bílar, eða til lok árs 2022. Síðan þegar það var ljóst að múrinn yrði rofinn mun fyrr en búist var við, þá var lögum breytt um að þetta myndi ná upp í tuttugu þúsund raf­bíla, eða til lok ársins 2023. Þá skilaði Raf­bíla­sam­bandið um­sögn, þar sem við fórum fram á lang­tíma­stefnu og að heimildin yrði hækkuð í þrjá­tíu þúsund bíla,“ segir Tómas.

Upp­haf­lega var gert ráð fyrir fimm­tán þúsund vetnis­bílum, á­samt raf­bílum, en að sögn Tómasar hafa vetnis­bílar í raun aldrei komið hingað til lands nema í til­rauna­skyni.

„Okkur fannst það liggja beinast við að sam­eina kvótann. Það hefði strax verið betra fyrir­komu­lag,“ segir Tómas.

Tómas vill samt ekki meina að það sé aftur­för í orku­skiptum hér á landi.

„Það er ó­sann­gjarnt að tala um aftur­för á meðan það er eitt­hvað að gerast, en þetta er sannar­lega ekki nóg. Ef allt myndi stoppa 2023, þá væri það aftur­för. Ég get samt alveg séð fyrir mér að það verði ein­hver plástur settur á í hálft ár í við­bót og svona verði þetta, en þetta er ekki lang­tíma­stefna. Það er ekki hægt að vinna eftir þessu ef það er verið að gera breytingar á sex mánaða fresti,“ segir Tómas.