Markaðurinn

Stefnt að opnun tveggja Domino’s-staða

Fjölga má Domino’s stöðum á Íslandi um 30 prósent. Fréttablaðið/Eyþór

Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði.

Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar.

Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“

DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum.

Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​Munu verja krónuna gegn útstreymi aflandskróna

Innlent

Við­skipta­hraðlinum Til sjávar og sveita komið á fót

Markaðurinn

Iceland Seafood vill á aðalmarkað Kauphallar

Auglýsing

Nýjast

Brunaútsala á öllu flugi hjá WOW

Mentis réttur eigandi að hlut í RB

Hreint styrkir Votlendissjóð á afmælisdaginn

Ásmundur setur Bríeti á laggirnar

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Auglýsing