„Á­kallið frá fé­lags­mönnum okkar er mjög skýrt um að það vanti lóðir og byggingar­svæði. Borgin á nóg af lóðum sem hún vill ekki byggja á,“ segir Sigurður Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðarins, í sam­tali við Morgun­blaðið í dag.

Sigurður segir að stefna meiri­hlutans í Reykja­vík hafi ýtt undir hækkun fast­eigna­verðs. Þéttingar­stefna borgarinnar ýti undir ó­jöfnuð og komi sér mjög illa fyrir ung­menni og lág­tekju­fólk. Segir Sigurður að hag­kvæmar í­búðir verði ekki byggðar á þéttingar­reitum.

Í sam­tali við Morgun­blaðið segir Sigurður að verk­takar sem vilja byggja í­búðir fái ekki lóðir og þess vegna hafi slíkir aðilar leitað meira í önnur sveitar­fé­lög.

Þegar hann er spurður hvort til séu svæði sem hægt er að byggja á en ekki sé verið að út­hluta bendir hann á Keldna­holtið.

„Það er ná­lægt byggð, það er stórt og hægt að byggja þar býsna margar í­búðir en meiri­hlutinn hefur lýst því yfir að þar muni engar fram­kvæmdir hefjast. Ekki fyrr en eftir árið 2030 alla­vega. Þeirra rök felast í því að þau vilji að borgar­lína sé komin áður en byggt verður á svæðinu þótt vöntun sé á hús­næði og svæðið til­búið til upp­byggingar og verk­takar bíði eftir svæðum til að byggja á,“ segir Sigurður við Morgunblaðið í dag.