Hönnunar- og aug­lýsinga­stofan TVIST hefur ráðið tvo nýja starfs­menn, þær Stefaníu Ósk Arnar­dóttur og Emmu Theo­dórs­dóttur.

„Við erum virki­lega á­nægð með að fá Emmu og Stefaníu í okkar góða hóp. Þær koma báðar með verð­mæta reynslu að borðinu sem mun án efa nýtast í fjöl­breyttum verk­efnum stofunnar“, segir Sig­ríður Ása Júlíus­dóttir, hönnunar­stjóri hjá TVIST. „Þær leggja líka sitt af mörkum við að við­halda hinni sönnu TVIST stemmningu þar sem við leggjum á­herslu á fag­mennsku á­samt árangur­drifnu og þéttu sam­bandi við við­skipta­vini.“

Í til­kynningu kemur fram að Stefanía taki við starfi við­skipta­stjóra, en hún hefur gegnt starfi markaðs­stjóra Nespresso á Ís­landi frá árinu 2019. Stefanía er með BS gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skóla Ís­lands þar sem á­hersla var lögð á markaðs­mál og al­þjóða­við­skipti.

Emma Theo­dórs­dóttir snýr aftur í hóp grafískra hönnuða á stofunni, en hún starfaði hjá TVIST árin 2017-2020. Emma er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Lista­há­skóla Ís­lands og MA gráðu í upp­lýsinga­hönnun frá Design A­cademy Eind­hoven í Hollandi.

Hönnunar- og aug­lýsinga­stofan TVIST var stofnuð árið 2016. TVIST sinnir fjöl­breyttum verk­efnum á sviði vöru­merkja­þróunar, aug­lýsinga­gerðar og al­manna­tengsla fyrir nokkur af helstu vöru­merkjum landsins. Stofan er í eigu Kára Sæ­vars­sonar, Ragnars Jóns­sonar og Sig­ríðar Ásu Júlíus­dóttur sem öll starfa hjá fyrir­tækinu.