Hönnunar- og auglýsingastofan TVIST hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, þær Stefaníu Ósk Arnardóttur og Emmu Theodórsdóttur.
„Við erum virkilega ánægð með að fá Emmu og Stefaníu í okkar góða hóp. Þær koma báðar með verðmæta reynslu að borðinu sem mun án efa nýtast í fjölbreyttum verkefnum stofunnar“, segir Sigríður Ása Júlíusdóttir, hönnunarstjóri hjá TVIST. „Þær leggja líka sitt af mörkum við að viðhalda hinni sönnu TVIST stemmningu þar sem við leggjum áherslu á fagmennsku ásamt árangurdrifnu og þéttu sambandi við viðskiptavini.“
Í tilkynningu kemur fram að Stefanía taki við starfi viðskiptastjóra, en hún hefur gegnt starfi markaðsstjóra Nespresso á Íslandi frá árinu 2019. Stefanía er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands þar sem áhersla var lögð á markaðsmál og alþjóðaviðskipti.
Emma Theodórsdóttir snýr aftur í hóp grafískra hönnuða á stofunni, en hún starfaði hjá TVIST árin 2017-2020. Emma er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA gráðu í upplýsingahönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi.
Hönnunar- og auglýsingastofan TVIST var stofnuð árið 2016. TVIST sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði vörumerkjaþróunar, auglýsingagerðar og almannatengsla fyrir nokkur af helstu vörumerkjum landsins. Stofan er í eigu Kára Sævarssonar, Ragnars Jónssonar og Sigríðar Ásu Júlíusdóttur sem öll starfa hjá fyrirtækinu.