Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, hefur keypt hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskipti fruminnherja til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að Stefán kaupi rúmlega 63 þúsund hluti á genginu 79,3. Eftir viðskiptin nemur virði eignarhlutar Stefáns í bankanum 21,5 milljónum króna.

Stjórn Arion banka fól Stefáni að gegna starfi starfi bankastjóra um sinn, eða frá 1. maí 2019 og þar til stjórn hefur ráðið bankastjóra til frambúðar. Hann var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sagði starfi sínu sem bankastjóri lausu um miðjan apríl en hann hafði starfað hjá bankanum í níu ár.