Stefán Ari Stefáns­son hefur verið ráðinn í starf mann­auðs­stjóra RB. Stefán Ari hefur starfað undan­farin 19 ár hjá Valitor, fyrst sem sér­fræðingur á fjár­mála­sviði en síðustu níu ár hefur hann starfað sem mann­auðs­stjóri fé­lagsins.

„Það er frá­bært að fá Stefán til lið við öflugan hóp starfs­fólks hjá RB. Hann hefur víð­tæka þekkingu á rekstri mann­auðs­mála sem mun nýtast vel í þeim verk­efnum sem eru fram­undan eru hjá fyrir­tækinu,“ segir Ragn­hildur Geirs­dóttir, for­stjóri RB.

Greint er frá þessu í til­kynningu frá Reikni­stofu bankanna. Þar segir að þegar Stefán starfaði hjá Valitor hafi hann borið á­byrgð á mann­auðs­málum á Ís­landi en einnig stýrt mála­flokknum á starfs­stöðvum fyrir­tækisins í Dan­mörku og Bret­landi.

Stefán er með BS gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skóla Ís­lands og út­skrifast með MBA gráðu frá Há­skólanum í Reykja­vík nú í vor.