Í kjölfar heimsfaraldursins byrjaði stór hluti starfsmanna Disney að sinna störfum sínum bæði heima fyrir og á vinnustað. Iger segir hins vegar að lykillinn fyrir skapandi fyrirtæki eins og Disney sé að eiga samskipti við viðskiptavini í eigin persónu. Tilkynningin kemur tveimur aðeins mánuðum eftir að Bob Iger tók aftur við sem forstjóri Disney af Bob Chapek.
„Það er enginn staðgengill til staðar fyrir hæfileika okkar sem við öðlumst með því að tengjast, fylgjast með og skapa upplifun í gegnum nærveru við viðskiptavini okkar. Það gefur okkur einnig tækifæri til að vaxa og læra af leiðtogum og leiðbeinendum fyrirtækisins,“ skrifaði Iger í minnisblaði til starfsmanna sinna.
Disney er þar með eitt af mörgum fyrirtækjum sem snúið hafa við stefnu sinni sem leyfði starfsfólki að vinna að heiman.
Fyrirtæki á borð við Twitter, Snap, Tesla og Uber hafa einnig gert svipaðar breytingar á sínum skrifstofum. Tæknirisinn Apple hefur þar að auki sagt sínu starfsfólki það það muni þurfa að mæta til vinnu að minnsta kosti þrjá daga vikunnar.