Í kjöl­far heims­far­aldursins byrjaði stór hluti starfs­manna Dis­n­ey að sinna störfum sínum bæði heima fyrir og á vinnu­stað. Iger segir hins vegar að lykillinn fyrir skapandi fyrir­tæki eins og Dis­n­ey sé að eiga sam­skipti við við­skipta­vini í eigin per­sónu. Til­kynningin kemur tveimur að­eins mánuðum eftir að Bob Iger tók aftur við sem for­stjóri Dis­n­ey af Bob Chapek.

„Það er enginn stað­gengill til staðar fyrir hæfi­leika okkar sem við öðlumst með því að tengjast, fylgjast með og skapa upp­lifun í gegnum nær­veru við við­skipta­vini okkar. Það gefur okkur einnig tæki­færi til að vaxa og læra af leið­togum og leið­bein­endum fyrir­tækisins,“ skrifaði Iger í minnis­blaði til starfs­manna sinna.

Dis­n­ey er þar með eitt af mörgum fyrir­tækjum sem snúið hafa við stefnu sinni sem leyfði starfs­fólki að vinna að heiman.

Fyrir­tæki á borð við Twitter, Snap, Tesla og Uber hafa einnig gert svipaðar breytingar á sínum skrif­stofum. Tækni­risinn App­le hefur þar að auki sagt sínu starfs­fólki það það muni þurfa að mæta til vinnu að minnsta kosti þrjá daga vikunnar.