Það hefur ekki farið fram­hjá neinum for­eldrum leik­skóla­barna að verk­fall fé­lags­manna Eflingar hófst á há­degi í dag en verk­fallið hefur á­hrif á skóla­göngu um 3500 barna. Sam­kvæmt kjara­­samningum þurfa for­eldrar að vera launa­­laust heima með börnum sínum á meðan á verk­fallsað­­gerðum stendur.

Í Kviku banka hefur löngum verið hefð fyrir því að starfs­menn ungra barna taki börn sín með til vinnu þegar frí eða starfs­dagar eru í skólum og leik­skólum. For­eldrum leik­skóla­barna stendur því til boða að taka börn sín með til vinnu á meðan á verk­falli Eflingar stendur.

Leik­svæði ekki sett upp vegna verk­falls

„Við erum búin að vera með að­stöðu fyrir börn starfs­manna sem þurfa að koma með for­eldrum sínum í vinnuna í Kviku alla tíð,“ segir Íris Arna Jóhanns­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Kviku.

„Að­staðan var ekki sett upp út af verk­fallinu en við höfum að­eins bætt í hana vegna þess að búist var við fleiri börnum.“ Bankinn flutti ný­lega og þá voru leik­föng endur­nýjuð og sjón­varpi komið fyrir á leik­svæðinu.

Íris er stödd í London og gat því ekki svarað hvort starfs­menn hafi nýtt sér að­stöðuna í dag en segir ein­hverja hafa nýtt sér að­stöðuna í verk­föllum síðustu viku. „Ég sá að það voru krakkar á vappi um fyrir­tækið þessa daga sem verk­fallið stóð yfir.“

Börn á á­byrgð for­eldra

Það er al­farið á á­byrgð for­eldra að sjá um börn sín ef þau taka þau með á vinnu­staðinn. Fyrir­tækið út­vegar ekki starfs­kraft til að sinna börnunum og engin form­leg dag­skrá er við líði. „Það er í raun bara val for­eldrana hvort þau treysta sér til að vinna með börnum, þá hafa þau þennan val­kost.“

Mis­jafnt er hvort fólk kjósi að vinna heima, taka frí eða nýta sér að­stöðuna. „Það eru ein­hverjir sem eru með lítil börn, og ná ekki að brúa bilið, sem koma með þau part af degi.“ Íris telur marga for­eldra ungra barna gleðjast yfir því að að­staðan standi þeim til boða. „Ég held að það sé mjög mikil á­nægja með að þetta sé mögu­leiki.“