Starfs­menn mat­vöru­verslanna í Seatt­le munu brátt fá launa­hækkun sem mun gilda út heims­far­aldur CO­VID-19. Laga­setning þess efnis var sam­þykkt í borgar­stjórn borgarinnar í gær en með henni er mat­vöru­verslunum gert að greiða starfs­mönnum sínum á­hættu­þóknun fyrir að starfa í fram­línunni.

Í um­fjöllun Seatt­le Times um málið kemur fram að lög­gjöfin hafi verið kynnt í síðustu viku. Hún naut full­tingis þrjá fjórðu borgar­full­trúa og tók því gildi strax. Jenny Dur­kan, borgar­stjóri Seatt­le, segir laga­setninguna mikil­vægt skref í átt að bata borgarinnar.

Með laga­setningunni fær hver starfs­maður fjórum Banda­ríkja­dollurum hærri laun á tímann en alla­jafna. Nýja laga­setningin nær til mat­vöru­verslana þar sem starfa fleiri en 500 starfs­menn á heims­vísu og til búða sem eru stærri en tíu þúsund fer­metrar.

Kemur fram í um­fjöllun Seatt­le Times að þær búðir sem þegið hafa neyðar­að­stoð borgarinnar, sem fyrst var boðið upp á í mars síðast­liðnum, muni þurfa að lúta nýju reglunum. Stefnan verður endur­skoðuð á fjögurra mánuða fresti.

Hafði borgar­full­trúinn Teresa Mosqu­eda orð á því að borgar­stjórn Seatt­le hefði hist á fjar­fundum síðan í mars vegna heims­far­aldursins. Starfs­fólk mat­vöru­verslanna gæti ekki unnið heima við, líkt og svo margir aðrir.

„Þau hafa farið í vinnuna alla daga og við kunnum að meta þau,“ segir Teresa. „Starfs­fólk mat­vöru­verslanna er í mikilli á­hættu á því að fá CO­VID smit og það minnsta sem við getum gert er að veita þeim vörn, að­gang að bólu­efnum og nú, hefur borgar­stjórn búið svo um hnútana að þau fái á­hættu­þóknun.“

Þá kemur fram í um­fjöllun miðilsins að hluta­bréf í verslunar­risum lítk og Wal­mart, Amazon og Target hefðu snar­hækkað í far­aldrinum. „Það er búist við því að starfs­fólk mat­vöru­verslanna geri meira en nokkurn tímann fyrr,“ hefur miðillinn eftir Faye Guent­her, for­seta sam­taka starfs­fólks í þjónustu.