Erlent

Star­bucks biðst af­sökunar á kyn­þátta­mis­munun

Tveir svartir menn voru handteknir á kaffihúsi Starbucks í Fíladelfíu í gær. Þeir voru að bíða eftir vini sínum. Forstjóri Starbucks hefur beðist afsökunar á atvikinu.

Forstjóri Starbucks, Kevin Johnson AFP/Jason Redmond

Forstjóri Starbucks hefur beðist afsökunar á því að tveir svartir menn voru handteknir í útibúi Starbucks keðjunnar í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gær. Var fyrirtækið sakað um kynþáttamismunun í kjölfar handtökunnar.

Viðskiptavinur náði atvikinu öllu á myndband og deildi því á samfélagsmiðla. Forstjóri Starbucks, Kevin Johnson, segir í tilkynningu að atvikið verði rannsakað og að viðbrögðin endurspegluðu ekki gildi og stefnu Starbucks. Við það bætti hann að rangt hafi verið að kalla til lögregluna. Hann sagði enn fremur að hann myndi fræða starfsfólk sitt betur til að greina hvenær er þörf á kalla til lögreglu. Greint var frá á Reuters.

Forsaga málsins er sú að lögregla fékk tilkynningu frá starfsfólki um að mennirnir væru á kaffihúsinu í leyfisleysi. Starfsfólkið sagði lögreglumönnunum við komu að mennirnir tveir hefðu viljað notað salernið en hefði verið sagt að það væri aðeins fyrir viðskiptavini, en þeir höfðu ekki keypt sér neitt.

Í myndbandinu segja mennirnir við lögregluna að þeir séu að bíða eftir vini sínum, áður en þeir hafi ætlað að panta sér veitingar. Mennirnir voru síðan handteknir, en sleppt úr haldi eftir að Starbucks tilkynnti lögreglu að þau vildu ekki sækja málið lengra. Greint var frá á Reuters.

Afsökunarbeiðnin var birt á Twitter, hana má sjá hér að neðan. 

Melissa DePino, rithöfundur, náði atvikinu á myndband og birti það á Twitter síðu sinni með skilaboðum um að allir hvítu viðskiptavinirnir á staðnum veltu því fyrir sér af hverju lögreglan væri ekki kölluð til þegar þau gerðu það sama og mennirnir, það er, að bíða eftir vini áður en þau panta sér veitingar. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Erlent

Kyn­slóða­skipti hjá Rot­hschild & Co

Erlent

Martin Sorell hættir hjá WPP

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Auglýsing