Innlent

Stálskip með 6,8 milljarða á bankabókum

Heildareignir Stálskips nema rúmlega 12,3 milljörðum króna og þar af sitja tæplega 6,8 milljarðar á bankabókum.

Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda og stofnenda Stálskips. Fréttablaðið/Auðunn

Hagnaður fjárfestingafélagsins Stálskips nam 348 milljónum á árinu 2017 og helmingaðist á milli ára. Félagið mun greiða 400 milljónir króna í arð til hluthafa.

Fjármunatekjur Stálskips drógust saman úr 926 milljónum í 559 milljónir á milli ára. Megnið af fjármunatekjunum voru vaxtatekjur af bankareikningum. Heildareignir Stálskips nema rúmlega 12,3 milljörðum króna og þar af sitja tæplega 6,8 milljarðar á bankabókum. Nemur eiginfjárhlutfall félagsins 99,8 prósentum.

Stál­skip var stofnað 1970 af hjón­un­um Guðrúnu Lár­us­dótt­ur og Ágústi Sig­urðssyni. Þau eiga samanlagt 47 prósent í félaginu en restin skiptist jafnt á milli þriggja barna þeirra. Stálskip varð fjárfestingafélag eftir að hafa selt fyrstitogarann Þór HF-4 til Rússlands og allan sinn kvóta árið 2014.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing