Innlent

Stálskip með 6,8 milljarða á bankabókum

Heildareignir Stálskips nema rúmlega 12,3 milljörðum króna og þar af sitja tæplega 6,8 milljarðar á bankabókum.

Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda og stofnenda Stálskips. Fréttablaðið/Auðunn

Hagnaður fjárfestingafélagsins Stálskips nam 348 milljónum á árinu 2017 og helmingaðist á milli ára. Félagið mun greiða 400 milljónir króna í arð til hluthafa.

Fjármunatekjur Stálskips drógust saman úr 926 milljónum í 559 milljónir á milli ára. Megnið af fjármunatekjunum voru vaxtatekjur af bankareikningum. Heildareignir Stálskips nema rúmlega 12,3 milljörðum króna og þar af sitja tæplega 6,8 milljarðar á bankabókum. Nemur eiginfjárhlutfall félagsins 99,8 prósentum.

Stál­skip var stofnað 1970 af hjón­un­um Guðrúnu Lár­us­dótt­ur og Ágústi Sig­urðssyni. Þau eiga samanlagt 47 prósent í félaginu en restin skiptist jafnt á milli þriggja barna þeirra. Stálskip varð fjárfestingafélag eftir að hafa selt fyrstitogarann Þór HF-4 til Rússlands og allan sinn kvóta árið 2014.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Innlent

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Innlent

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Auglýsing

Nýjast

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Nýr vefur fyrir viðskiptalífið og stærri Markaður

Skulda­bréfa­eig­endur WOW fá 20 prósenta aukagreiðslu

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Auglýsing