Fjárfestingafélagið Stálskip greiddi einn milljarð króna í arð vegna ársins 2020. Fyrirtækið hagnaðist um 980 milljónir árið 2020 samanborið við 505 milljónir árið 2019. Þetta kemur fram í ársreikningi.

Guðrún Lárusdóttir á 46,9 prósenta hlut í Stálskipi. Dætur hennar þrjár eiga hver 17,7 prósenta hlut. Fyrirtækið var stofnað 1970 af hjón­un­um Guðrúnu Lár­us­dótt­ur og Ágústi Sig­urðssyni. Stálskip varð fjárfestingafélag eftir að hafa selt fyrstitogarann Þór HF-4 til Rússlands og allan sinn kvóta árið 2014.

Eignir félagsins námu 12,8 milljörðum króna og eigið féð var 12,7 milljarðar króna við árslok 2020. Arðsemi eiginfjár var átta prósent í fyrra.

Bankainnstæður námu 5,2 milljörðum króna við árslok og drógust saman um 506 milljónir á milli ára, skuldabréfaeign nam 3,2 milljörðum króna jókst um 692 milljónir króna. Fyrirtækið á fjárfestingaverðbréf fyrir tæpa 3,7 milljarða króna.