Ekki stendur til að bjóða upp á stakan frétta­tíma hjá Stöð 2. Sjón­varps­áhorf­endur hafa geta keypt staka við­burði, eins og tón­leika eða í­þrótta­kapp­leiki en Þór­hallur Gunnars­son, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla Stöðvar 2, segir að það sé ekki á stefnu­skránni hvað sem síðar verður.

Líkt og fram hefur komið til­kynntu for­svars­menn Sýnar fyrr í mánuðinum að kvöld­fréttunum verði læst, í fyrsta skiptið síðan þær hófu göngu sína árið 1986. Sú læsing tók gildi í gær og því einungis á­skrif­endur sem gátu horft á frétta­tímann.

Þór­hallur segir að það hafi ekki komið sér á ó­vart að fólk sem séu ekki eru á­skrif­endur hafi upp­lifað þessa breytingu sem nei­kvæða. „Þeim finnst eðli­lega vont að missa af kvöld­fréttum Stöðvar 2 sem við höfum haft í opinni dag­skrá í ára­tugi,“ segir Þór­hallur.

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands gaf í kjöl­farið út til­kynningu þar sem fé­lagið sagði á­kvörðunina „lægsta punkt í sam­tíma­sögu ís­lenskra fjöl­miðlunar.“

Þór­hallur segir að frétta­stofan muni halda á­fram að sinna hlut­verki sínu. „Frétta­stofa okkar sem hefur sinnt frá­bærri frétta­þjónustu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni og mun halda því á­fram,“ segir hann.

„Ég er sann­færður um að flestir lands­menn geri sér grein fyrir mikil­vægi frétta­stofunnar og trúi því að sem flestir hafi skilning á þessum að­gerðum sem er ætlað að styrkja frétta­þjónustu okkar.“