Verð­bólgan í Bret­landi mældist rétt undir þeim 10,7 prósentum sem hag­fræðingar höfðu spáð fyrir nóvember síðast­liðinn.

Lækkandi elds­neytis­verð hjálpaði til við að koma til móts við hækkun á verð­bólgu en hækkandi kostnaður við kyndingu og mat heldur á­fram að í­þyngja heimilunum í landinu.

Sam­kvæmt frétta­stofunni Reu­ters voru verð­bólgu­spár hag­fræðinga fyrir nóvember 10,9 prósent. Verð­bólgan mældist 11,1 prósent mánuðinn þar á undan og hafði hún ekki verið það há í 41 ár.

Seðla­banki Eng­lands mun kynna nýja peninga­mála­stefnu á fimmtu­daginn og er al­mennt búist við 50 punkta vaxta­hækkun.

Bretar glímdu einnig við mikið af verk­föllum yfir há­tíðarnar þar sem verka­menn börðust fyrir bættum vinnu­að­stæðum og launa­hækkunum í sam­ræmi við verð­bólgu­hækkanir.

Ein af fjár­mála­eftir­lits­stofnunum breska ríkisins, Office for Bud­get Responsi­bility, hefur spáð því að Bretar standa frammi fyrir stærstu lífs­kjara­skerðingu síðan mælingar hófust. Búist er við að raun­tekjur heimila í landinu muni lækka um 4,3 prósent á árinu í ljósi lengstu kreppu í breskri sögu.

Fjár­mála­ráð­herra Bret­lands til­kynnti í síðasta mánuði fjölda skatta­hækkana, niður­skurð á út­gjöldum og 55 milljarða punda ríkis­fjár­mála­á­ætlun.

Hingað til hafa að­gerðir stjórn­valda ekki haft til­ætluð á­hrif á verð­bólgu en sér­fræðingar vonast til að sjá á­hrifin þokast í rétta átt.

„Við búumst ekki við mikilli lækkun á næstunni,“ segir Richard Car­ter hjá fjár­festingar­fyrir­tækinu Qu­ilter Cheviot.