Innlent

„Staðan á vinnu­markaði er graf­alvar­leg“

​Hækkun launa um­fram svig­rúm, á sama tíma og hag­kerfið fer kólnandi, er var­huga­verð að mati Guð­rúnar Haf­steins­dóttur, formanns Sam­taka iðnaðarins (SI). Iðnþing 2019 fer fram í dag.

Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Anton Brink

Hækkun launa um­fram svig­rúm, á sama tíma og hag­kerfið fer kólnandi, er var­huga­verð að mati Guð­rúnar Haf­steins­dóttur, formanns Sam­taka iðnaðarins (SI). Í setningar­ræðu sinni á Iðn­þingi 2019, sem sett var í Hörpu klukkan 14, sagði hún ekki sé sjálf­gefið að hér á landi ríki öflugur iðnaður og blóm­legt efna­hags­líf. Hins vegar hafi farið hallandi fæti að undanförnu eftir góð undanfarin ár.

„Eftir for­dæma­lausa hag­sveiflu sjáum við skýr merki kólnunar í hag­kerfinu - í fyrsta sinn í sjö ár. Lamandi verk­föll beint ofan í þessa stöðu gætu valdið miklum skaða. Um það er ekki deilt. Því er jafn­vel hótað að skaða sem mest,“ sagði Guð­rún. „Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg.“

Fordæmir hækkanir kjararáðs

Krafan hljóði upp á hækkun launa „langt um­fram það svig­rúm sem efna­hags­lífið veitir okkur“. Slíkt gangi hrein­lega ekki upp. Í kja­ra­um­ræðunni sé verka­lýðs­hreyfingunni iðu­lega í mun að minnast á hækkanir kjara­ráðs á launum stjórn­mála- og em­bættis­manna. Hún sé sam­mála því að þar hafi laun hækkað um­tals­vert um­fram svig­rúm. 

„Launa­hækkanir stjórn­mála­manna og em­bættis­manna á einu bretti um rúm 40% voru al­gjör­lega út úr korti. Opin­berir starfs­menn ættu aldrei að leiða launa­þróunina í sam­fé­laginu,“ segir hún og minnir á að hún hafi for­dæmt þessar hækkanir, skömmu eftir að úr­skurður kjara­ráðs var birtur, í ræðu sinni á Iðn­þingi fyrir tveimur árum. 

Bjarg hafi sniðgengið íslenska framleiðslu

„Þær voru frá­leitar. At­vinnu­lífið í landinu, undir­staðan muniði, verður að sjá um að leggja línur um launa­þróunina. Það verður aldrei meiri vel­sæld í þessu landi en verð­mæta­sköpunin gefur til­efni til. Allt annað er skamm­góður vermir.“ 

Það sé þó ekki bara við kjara­ráð að sakast því staðan á hús­næðis­markaði segi sitt. „Ljóst er að rof hefur orðið á milli hús­næðis­kostnaðar og launa­þróunar vegna þess að of lítið hefur verið byggt. Þar skipta út­spil ríkis og sveitar­fé­laga miklu máli.“ 

Þá sagði hún að það hafi valdið ólgu á meðal fé­lags­manna SI að hús­næðis­sjálfs­eigna­stofnun ASÍ og BSRB, Bjarg í­búða­fé­lag, hafi á­kveðið að nýta sér ekki ís­lenskra fram­leiðslu „fram­leiðslu á sama tíma og verka­lýðs­hreyfingin kallar eftir hærri launum til sinna launa­manna“. Félagið greindi frá því í nóvember að það hygðist reisa 33 íbúðir á Akranesi með einingahúsum sem framleidd eru og flutt inn frá Lettlandi.

Frá skóflustungu að íbúðum Bjargs á Akranesi var tekin í síðasta mánuði. Um verður að ræða innflutt einingahús. SI gagnrýnir ákvörðunina að „sniðganga íslenska framleiðslu“. Mynd/Bjarg

Nú reyni á samtakamáttinn

„Hver á að versla við traust ís­lensk fyrir­tæki sem greiða starfs­fólki sínu góð laun ef verka­lýðs­fé­lögin treysta sér ekki til þess? Vilja þau ekki að við getum á­fram greitt góð laun? Og hærri laun? Já, því miður fylgjast orð og at­hafnir ekki alltaf að á þeim bænum. “ 

Nú reyni hins vegar á sam­taka­máttinn svo hægt sé að leysa þá stöðu sem upp er komin. At­vinnu­rek­endur beri þar ríka á­byrgð og þeir ætli sér „leysa þetta“. 

„Við getum aldrei slitið vinnu­markaðinn í sundur. Það er sam­eigin­legt verk­efni okkar, laun­þega og at­vinnu­rek­enda, að sjá til þess að hér sé heil­brigt og gott at­vinnu­líf.“

Guðrún var endurkjörin formaður SI að nýju á aðalfundi samtakanna í morgun. Hlaut hún 95,9 prósent greiddra atkvæða.

Hér má fylgjast með Iðnþingi 2019.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing