Erlent

Telegraph spyr hvort túr­ista­blaðran sé sprungin

Breska blaðið Telegraph bendir á að hratt dragi úr fjölgun ferðamanna til Íslands. Það hafi nú það orð á sér að vera ofsetið, þó staðreyndin sé ef til vill önnur.

Geysir er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Þar er stundum þröngt á þingi. Fréttablaðið/Ernir

Á undanförnum sex árum hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Íslands meira en fjórfaldast. Í fyrra heimsótti 2,1 milljón ferðamanna landið en fjöldinn 2010 var 459 þúsund. Frá þessu greinir breska blaðið Telegraph. Þar er því velt upp hvort íslenska túristablaðran sé sprungin.

Bent er á áhyggjur Íslendinga af því að innviði skorti til að taka á móti þessum mikla fjölda ferðamanna.

Í frétt Telegraph kemur fram að aukningin árið 2016 hafi verið 40 prósent á milli ára en í fyrra hafi hún verið 10 prósent. Vísað er í spár Arion banka sem gerir ráð fyrir að aukningin verði 5 prósent 2019. 

Í greininni er líka nefnt að Air Iceland Connect hafi lagt niður flugleiðina á milli Keflavíkur og Akureyrar. Sama flugfélag hafi tilkynnt að millilandaflugi verði hætt til Belfast og Aberdeen. Þá hafi flugfélögin WOW air og Icelandair fellt niður áætlunarferðir til Bristol og Birmingham.

Haft er eftir Clive Stacey hjá Discover the World, sem stendur fyrir skipulögðum Íslandsferðum, að af landinu fari nú það orðspor að ferðamenn á Íslandi séu orðnir of margir. Það fæli fólk frá. Raunin sé hins vegar ekki endilega sú. Ísland hafi vissulega breyst en landið sé stórt og fjölbreytnin mikil. Fræða þurfi ferðamenn betur um þá staðreynd. 

Stacey segir að gengisstyrking krónunnar eigi líka þátt í þessu. Dýrt sé að ferðast um landið og það hafi komið niður á lengd ferðanna. Mikil aukning hafi orðið á Suðvesturlandi en annars staðar, svo sem á Norðurlandi, hafi ástandið verið mun verra. Sárlega vanti millilandaflugvöll í aðra landshluta. „Það er sorgleg staðreynd að stórir hlutar landsins bjóða upp á stórkostlega náttúrufegurð og staði sem vert sé að skoða, staði sem margir hverjir séu lítt þekktir. Þarna eru margir faldir gimsteinar, sem jafnvel er hægt að njóta í einrúmi,“ segir hann.

Örtröð í Leifsstöð. Fram kemur að aðrir landshlutar þurfi á millilandaflugvelli að halda. Fréttablaðið/Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

For­stjóri Audi hand­tekinn

Erlent

McDonald's segir skilið við plaströr

Erlent

Evrópski seðlabankinn hættir kaupum á skuldabréfum

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Hækkuðu um 18 prósent á fyrsta viðskiptadegi

Innlent

Sandra Hlíf ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Eik

Ferðaþjónusta

SAF fagnar hertu eftir­liti með gisti­starf­semi

Innlent

Hlutabréf Arion banka ruku upp

Innlent

Selja í Arion banka fyrir 39 milljarða

Innlent

Gullöldin heldur rekstrarleyfinu

Auglýsing