Tölvuleikjafyrirtækið Rocky Road, sem Þorsteinn B. Friðriksson frumkvöðull stofnaði ásamt fleirum, hefur fengið 2,5 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun, jafnvirði 326 milljónir króna, frá vísisjóðunum Crowberry Capital og Sisu Game Ventures. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Rocky Road vinnur að gerð nýs fjölspilunarleiks fyrir farsíma með áherslu á einfaldleika og skemmtanagildi fyrir stærri markhóp á heimsvísu.

Nýta á fjármagnið til að fjölga starfsmönnum á Íslandi og koma á fót skrifstofu í Úkraíenu.

Stofnendur Rocky Road eru auk Þorteins, Vala Halldórsdóttir og Sveinn Davíðsson sem öll unnu saman hjá sprotafyrirtækinu Plain Vanilla sem Þorsteinn stofnaði og þróaði spurningaleikinn QuizUp. Hann var með yfir 100 milljónir notenda um tíma.

Fyrir um það bil ári kom fram í fjölmiðlum að tölvuleikjafyrirtækið TeaTime sem Þorsteinn fór fyrir hafi sagt upp öllu starfsfólki. Tekjur fyrirtækisins af þeim leikjum sem það hafði gefið út, sem máttu fyrst og fremst rekja til spurningaleiksins Trivia Royal, stóðu ekki undir rekstrinum.